Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:18]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langaði fyrst að spyrja hæstv. forseta, sem sagði „til miðnættis a.m.k.“ þegar var verið að skilgreina tímatöfluna, hvort það væri hægt að fá það eitthvað nánar. Svo langar mig að fylgja eftir því sem aðrir hafa kvartað yfir. Ég á tvær beiðnir til hæstv. dómsmálaráðherra frá 27. september. Tvisvar hefur verið tilkynnt um aðra að henni seinki, hitt hefur ekki einu sinni verið virt viðlits. Ég er einnig með fyrirspurn til barnamálaráðherra frá sama degi, 27. september. Það hefur alla vega verið virt viðlits og komin tilkynning um að verið sé að bíða. Matvælaráðherra á fyrirspurn frá mér frá 12. október og innviðaráðherra frá 18. október og engin svör hafa borist þrátt fyrir að margir 15 dagar hafi liðið. Að lokum langar mig að segja varðandi planið að það minnsta sem hægt er að gera er að taka smá hlé eftir fjögurra tíma atkvæðagreiðslu.