Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[22:23]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tel mig knúinn til að fara í fundarstjórn forseta og vekja athygli á því að mér skilst að búið sé að taka af dagskrá frumvarp til laga um Vísinda- og nýsköpunarráð. Ég veit ekki af hverju það er en ég vil taka fram að ég er t.d. með nefndarálit með breytingartillögu við þetta frumvarp sem ég tel mikilvægt að nái fram að ganga, þ.e. nefndarálitið. Veit forseti ástæðu þess að búið er að taka þetta frumvarp af dagskrá? Ég held að þetta sé frumvarp sem tekur við af lögum um svokallað Vísinda- og tækniráð sem mun heita Vísinda- og nýsköpunarráð sem er meira í takti við tímann. En mér þætti mjög fróðlegt að vita hvort búið sé að taka það endanlega af dagskrá fyrir jól eða ekki.