Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[22:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil aðeins bera af mér sakir, það var ekki ég sem fann þessa villu en frétti af afspurn að það hefði fundist villa. Ég hef rétt náð að opna og byrja að renna í gegnum þetta frumvarp. Svo var ég svo hissa þegar ég sá alltaf fleiri og fleiri töflur og tölur. Þá kíkti ég hversu langt ég væri kominn inn í skjalið á skrunstikunni og þá var ég kominn upp í svona 10%. Ég fékk smá sjokk yfir því hvað ég væri eiginlega að fara að skoða þannig að ég lokaði því í snarhasti. Ég vorkenni öllum þeim sem þurftu að setja þetta upp sem einhvers konar þingskjal og hvað þá að reyna að villuprófa það. Það var mjög áhugavert fyrir nefndina að fara einhvern veginn í gegnum það hvernig svona skjal verður til upp á sannreyningu á því að gögnin séu rétt. Þegar það finnst villa í svona tegund af skjali þá er svo líklegt að sú villa hafi einhvern veginn undið upp á sig, annaðhvort með svona afritunarvillu eða einhverju því um líku. Höfum því vara á.