Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[23:04]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að nú fór hv. þingmaður alveg með mig. Ég skil hvað hann er að segja, það er að sjálfsögðu, þegar þetta er sagt svona, munur á gögnum og skjali. En hitt er svo annað, þ.e. að senda gögnin án þess að senda skjalið. Það er eitthvað sem er aðeins fyrir ofan mig akkúrat núna að átta mig á hvernig er gert. Ég ætla bara að viðurkenna það að ég er komin út á eitthvert dýpi sem ég þekki ekki alveg. Ég tel mig svona sæmilega tölvufæra og af því að ég hef ágætisþekkingu á hvernig excel alla vega virkar þá skil ég að þar ertu náttúrlega alltaf að setja inn gögn, þú nærð í gögn, þú skrifar yfirleitt ekki inn tölur þar heldur nærð í þær og tengir saman og allt þetta. Það skil ég. En engu að síður, ef ég væri að senda þau gögn áfram þá væri ég að senda skjalið. Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja og hvernig ég á að spyrja út í þetta vegna þess að ég er pínu villt núna og ætla að láta þetta duga í bili.