Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[15:15]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Í störfum þingsins áðan bað forseti hv. þm. Jóhann Pál Jóhannsson um að gæta orða sinna þegar hann talaði um óheiðarlega framsetningu hjá hæstv. forsætisráðherra vegna barnabótamálsins. Ég talaði um blekkingar í minni ræðu, ég var ekki áminntur fyrir það. En það sem við erum að upplifa er nákvæmlega það sama og við sjáum þegar það er að koma afsláttartíð. Þá er sett hærra verð fyrst, svo er gefinn afsláttur af hærra verðinu. Við erum að sjá nákvæmlega það sama gerast með barnabætur. Það er lægri fjárheimild sem er útreiknuð miðað við fyrri aðstæður og látið líta út fyrir að hækkunin sem er að koma sé hækkun þegar hún er í raun og veru nákvæmlega eins og í búðinni þar sem gefinn var afsláttur, upphæðin er röng. Það er óheiðarleg framsetning og við þurfum að geta talað um það mjög skýrum orðum því að í siðareglum ráðherra er kveðið á um heiðarleika. (Forseti hringir.) Við þurfum að geta sagt hlutina skýrum orðum hérna.