Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[15:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil leiðrétta forseta. Hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson sagði, með leyfi forseta.

„Þetta er ótrúlega óheiðarlegt, virðulegi forseti. Ég er bara hálf miður mín yfir því að hvers konar stjórnmálamanni hæstv. forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir er orðin, að óheiðarleikinn sé svona …“

Ekki að hún sé óheiðarleg persóna eða neitt svoleiðis heldur að óheiðarleikinn sé orðinn svona eins og hann er í framsetningu forsætisráðherra fyrir þinginu. Ég er á þeirri skoðun að þegar fólk segir svona óheiðarlega hluti þá sé það að sjálfsögðu óheiðarlegt, hvort það sé almennt séð óheiðarlegt er önnur spurning. En í þessu tilfelli er þetta tvímælalaust óheiðarleg framsetning og í því tilviki er persónan líka óheiðarleg þá og þegar, ekki almennt heldur í því sérstaka tilfelli.