Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[16:32]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé full ástæða til að ræða betur í þessum sal þessa barnabótabarbabrellu sem ríkisstjórnin býður okkur upp á. Það kom fram í máli stjórnarliða í gær að þau hygðust auka fjárheimildir til barnabóta og að þær yrðu auknar meira en fram hefur komið í breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Af þeim sökum drógu þingmenn stjórnarandstöðunnar breytingartillögur um barnabætur til baka. Nú liggur hins vegar fyrir að á samningstíma þeirra kjarasamninga sem náðust í gærmorgun munu barnabætur aðeins hækka um 600 millj. kr., þ.e. á fjárlagaárinu 2023, sem er umtalsvert minna en allar þær breytingartillögur stjórnarandstöðunnar sem lutu að barnabótum kváðu á um. Að því sögðu kalla ég eftir frekari umræðu um þetta. Ég minni líka á undir þessum lið að Alþingi á enn eftir að klára umræðu (Forseti hringir.) um skýrslu hæstv. fjármálaráðherra um ÍL-sjóð. Mér finnst mjög brýnt að sú umræða fari fram í þessari viku.