Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[16:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Við erum hérna af því að forseti áminnti hv. þm. Jóhann Pál Jóhannsson þegar hann sagði að hæstv. forsætisráðherra hefði verið óheiðarlegur í framsetningu sinni á hækkun til barnabóta. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, við erum að útskýra mál okkar. Þetta er rétt framsetning hjá hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni. (Gripið fram í: Nei.)Þetta er (Gripið fram í: Það er ósatt. ) óheiðarleg framsetning …

(Forseti (AIJ): Þögn í hliðarsal.)

— þetta er óheiðarleg framsetning þar sem já, tæknilega séð er þetta 5 milljarða hækkun einhvern veginn frá núverandi stöðu, (Gripið fram í.) en það er eins og að taka verðmiða af …

(Forseti (AIJ): Þingmaðurinn hefur orðið.)

— þar sem áður var búið að lofa tæpum 14 milljörðum í fjárlögum 2021, verðlagsuppfært eru það tæpir 16 milljarðar. Núna fáum við einhverja allt aðra upphæð en ef við tökum einmitt verðmiðann af þá sést gamla verðið upp á 16 milljarða. Það er hærri upphæð þannig að það er óheiðarlegt af hæstv. forsætisráðherra að segja að það sé einhver hækkun í gangi. Það er röng framsetning. Það er blekking.