Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[16:46]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Tillögur ríkisstjórnarinnar sem voru samþykktar við 2. umr. í gær í barnabætur voru um 14 milljarðar, það er hárrétt eins og hér hefur komið fram, svo að við höldum áfram þessum hártogunum. Gerð var tillaga um 3 milljarða að óbreyttu kerfi. Tillögur Samfylkingarinnar og Viðreisnar höfðu ekki í för með sér breytt kerfi, breytt fyrirkomulag, (Gripið fram í: Fjárheimildir.) sem hefði þýtt það að að óbreyttu kerfi á næsta ári hefðu gengið út tæpir 11 milljarðar kr. að viðbættum 3 milljörðum, sem hugsanlega hefðu verið samþykktir hér ef tillaga minni hlutans hefði náð fram að ganga. 11 plús 3 eru? (BLG: Það er rangt …) Reiknum okkur bara að sömu niðurstöðu. (JPJ: Þetta snýst um fjárheimildir.)