Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[16:47]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að koma hingað upp til að minna hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur á það að hér eru umræður að eiga sér stað um mjög mikilvægt málefni. Við erum að tala um eingreiðslu öryrkja sem var komið á í fyrsta skipti í fyrra. Þetta er rosalega mikilvægt mál sem okkur er öllum umhugað um enda er enginn ágreiningur um það sem við erum að tala um. (Gripið fram í: … svo að öyrkjarnir geti fengið þetta greitt.)

(Forseti (AIJ): Hljóð í hliðarsal, takk.)

Virðulegi forseti. Það er réttur sem er tryggður öllum þingmönnum í þingskapalögum að geta átt samtal um öll mál sem eru afgreidd hér á Alþingi. Við lærum að löggjafarvaldið sé æðsta valdið og að það samþykki öll lögin. En hvers konar kerfi er það ef við eigum ekki efnislegar og stórar og miklar umræður um það sem hér fer í gegn og það sem við samþykkjum sem verður síðar notað í greinargerð sem lögskýringargagn? Bara af því að það er búið að banna stjórnarliðum að eiga samtöl og taka til máls í liðum hér til þess til að (Forseti hringir.) fresta ekki þinglokum þá þýðir það ekki að stjórnarandstöðumeðlimir megi ekki taka samtalið.