Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[17:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, 125 milljónir. Það væri gaman að skoða í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár í hvað 125 milljónir eru að fara, eða jafnvel hærri upphæðir. Það er verið að setja hærri upphæðir í það að vera með aukaráðuneyti, hærri fjárhæðir í ýmis gæluverkefni sem fengu fjárframlög í meðferð fjárlaganefndar. Það er hægt að finna 125 milljónir úti um allt. Fyrir utan það að eflaust er þetta nú það lág upphæð að það gæti jafnvel skipt máli hvort vextir hækki eða lækki um 0,1% og þetta gæti orðið til í fjárlögum. En enn og aftur: Hugmyndin kom frá röngum aðila. (EÁ: Ekkert réttlæti í þessu.) Réttlæti skiptir ekki máli þegar þú ert í stjórnmálum, virðist vera, alla vega ekki hjá ríkisstjórnarflokkunum. Það sem skiptir meira máli er þeirra eigin pólitíska ásýnd. Þau vilja geta sagt: Við vorum svo góð, hættið nú að væla.