Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

534. mál
[18:37]
Horfa

Frsm. minni hluta  (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að hv. þm. Bergþór Ólason hafi hitt naglann á höfuðið að mörgu leyti og hitt hann vel.. Ekki gerir ríkisstjórnin það, hún hittir naglann ekki neitt og er ekki einu sinni með nagla til að negla í eitt eða neitt vegna þess að hún er algerlega í ruglinu. Hvernig gæti ríkisstjórnin reiknað út kostnaðinn í þessu kerfi? Þau gætu reiknað kostnaðinn með því að ráða einhvern einstakling úr þessu kerfi og séð svo hvort þeim fyndist starfsmaðurinn svo lélegur starfsmaður að þau væru að tapa á því að borga honum laun. Ég held að það sé eini möguleikinn. En það er engin hætta á því, eða mjög lítil, eiginlega varla nokkur, vegna þess að það kemur vel fram þegar verið er að skoða hverjir það eru sem ráða fólk úr kerfinu að þá eru allra lélegustu aðilarnir í því ríki og sveitarfélög. Meira að segja er það yfirleitt þannig að þegar á að hagræða hjá ríki eða sveitarfélögum þá er þetta fyrsta fólkið sem er sagt upp. Ríkisstjórnin hefði mögulega getað uppgötvaði það með því að gera þetta. En þegar ég horfði á þetta frumvarp þá benti ég á það að stæði þarna inni starfsgetumissisgreiðslukerfi. Síðast vorum við með starfsgetumat. Það er eiginlega enginn munur á þessu. Ég vildi búa til miðstöð starfsendurhæfingar hvort sem þú færir í skóla eða gætir farið að vinna eða hvað, þú kæmir bara á þínum forsendum en ekki einhverjum öðrum forsendum inn í það. (Forseti hringir.) Það var bara ýmislegt í þessu frumvarpi sem ég sá og ég gat því ekki stutt það. (Forseti hringir.) En það sem er fáránlegast er að ég verð samt að styðja þetta frumvarp, það er eiginlega verst af öllu, (Forseti hringir.) vegna þess að það er lítið sem er gott í því en ég verð að styðja það.