Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[19:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ingu Sæland fyrir andsvarið. Varðandi fyrra atriðið, hversu margir þurfa á þjónustunni að halda, þá liggur það ekki fyrir. Það er þó vitað að þeir eru fleiri en njóta hennar í dag og eitt af álitaefnunum sem meiri hluti nefndarinnar hvetur til að verði skoðað á þessu tveggja ára tímabili er að komast nær því að meta hver raunverulega þörfin er. Varðandi fjölda samninganna í dag, ég veit að það stendur hérna í gögnum málsins, (Gripið fram í.) þeir eru 91 í dag. Það er margt sem bendir til þess að eftirspurnin sé ekki meiri en rúmist innan markmiðsins um 172 samninga á árinu 2024. En það eru hins vegar ekki, hvað á að segja, sannreyndar upplýsingar.