Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[21:51]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir síðara andsvar. Ég ætla að byrja á að þakka hv. þm. Loga Má Einarssyni fyrir smáupplýsingar sem hann gaf mér hér á milli svara, þessar fjárhæðir sem ég sagði að Reykjavíkurborg skorti, 1,5 milljarðar, var eingöngu fyrir NPA-þjónustu. Nú er það þannig að Reykjavíkurborg skortir um 6 milljarða kr. til að geta framfylgt þeim kröfum sem hafa verið lagðar á sveitarfélagið vegna fatlaðs fólks, gegnumgangandi. En að öðru leyti segi ég þetta: Ég tek undir hvert einasta orð sem hv. þingmaður segir, þ.e. að orð og gjörðir eru tvennt ólíkt, alveg eins og við sjáum, hvort sem það er sáttmáli ríkisstjórnarinnar eða þessi fallegu inngangsorð um markmið fjárlaga — ég hóstaði svo mikið þegar ég las þau að ég hélt hreinlega að ég væri komin með Covid alveg upp á nýtt. En það er nákvæmlega þetta: Orð á blaði eru allt annað en gjörðir.