Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

dagskrártillögur.

[23:04]
Horfa

Forseti (Diljá Mist Einarsdóttir):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Undirritaður gerir það að tillögu sinni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. laga um þingsköp Alþingis, að á dagskrá næsta fundar verði þau dagskrármál sem forseti Alþingis leggur til að því undanskildu að út af dagskrá fundarins verði tekið 382. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, alþjóðleg vernd. Ef til þess kemur að þingið þurfi að verja miklum tíma í umræðu um frumvarp um útlendinga, sem hlýtur að telja líklegt í ljósi þess hversu umfangsmiklar athugasemdir hafa verið gerðar við frumvarpið, er ástæða til að hafa áhyggjur af því að afgreiðsla annarra mála tefjist. Afar skammt er eftir af starfsáætlun Alþingis og mörg þeirra mála sem bíða eru viðkvæm í tíma en umrætt frumvarp um útlendinga er það svo sannarlega ekki og engin knýjandi þörf á að ljúka afgreiðslu þess fyrir áramót.

Þess er óskað að tillagan verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir bréf þetta ritar Björn Leví Gunnarsson.

Auk þess hefur forseta borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Ég, undirrituð, geri það að tillögu minni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi:

1. ÍL-sjóður, skýrsla, 357. mál, þskj. 371 — ásamt öðrum málum sem forseti setur á dagskrá.

Ég óska eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf ritar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þessar tillögur verða bornar upp til atkvæða í upphafi næsta þingfundar.