Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[15:19]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég geri athugasemd hér varðandi þetta bráðabirgðaákvæði sem við erum að framlengja enn og aftur. Þetta kemur í veg fyrir heildarinnleiðingu á þessum lögum og þetta býr til biðlista sem ættu ekki að vera til staðar til að byrja með. Ég tek það líka fram í nefndaráliti, sem við erum að fara að greiða atkvæði um á eftir, að mér finnst varhugavert að kvótasetja mannréttindi með þessu frumvarpi. Að lokum: Þetta frumvarp gengur ekki eins langt og ég veit að það gæti gengið. Við gætum verið komin svo miklu lengra í þessum efnum ef við hefðum bara pólitískan vilja til þess.