Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:27]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér mætir fulltrúi félagshyggjuflokks upp í pontu og talar um ábyrga efnahagsstefnu í ríkisfjármálum á sama tíma og verið er að leggja mestar álögur á þá sem minnst hafa á milli handanna. Maður spyr um forgangsröðun á þessum tímapunkti. Hvernig stendur á því að flokkur sem kennir sig við félagshyggju ætlar að láta þá sem erfiðast standa í samfélaginu taka á sig mestar byrðar? Almenningur er enn og aftur látinn taka á sig mestu byrðarnar. Að fara með hækkanir upp í 7,7%, eftir að hafa stutt við peningastefnu Seðlabankans undanfarin ár og haldið sig innan þeirra verðbólgumarkmiða sem Seðlabankinn hefur sett sér, eru auðvitað grundvallarmistök í efnahagsstefnu.