Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:18]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þegar við erum að eiga við breytingar á sköttum og gjöldum á ökutæki þá getum við ekki leyft okkur þá skammsýni að huga bara að efnahagslegum sjónarmiðum. Loftslagssjónarmiðin þurfa að vera í fyrsta sæti og það skýtur skökku við að sami hæstv. fjármálaráðherra og lagði fram frumvarp sem gerir ráð fyrir 89 milljarða hallarekstri á næsta ári, fjármálaráðherra, sem er einn af oddvitum í stjórnarmeirihluta sem hefur stóraukið útgjöld síðan frumvarpið kom fram þrátt fyrir dekkri verðbólguhorfur, þrátt fyrir að stýrivextir hafi hækkað í millitíðinni og þrátt fyrir að seðlabankastjóri hafi varað eindregið við þeirri stefnu sem hér er rekin, komi hér upp og láti eins og stjórnarandstaðan sé einhvern veginn á móti því að vega gegn þenslu. Það er nú bara þannig að þær tillögur sem stjórnarandstaðan hefur lagt hér fram eru miklu ábyrgari. Þær snúast um að sýna meira aðhald, bæði að sporna gegn verðbólgu og verja fólk fyrir verðbólgunni. Það er það sem skiptir máli í þessu árferði.