Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:30]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég styð þessa tillögu og ég tel að hún sé mjög mikilvæg. Hér var talað um Ríkisútvarpið sem fjölmiðil í almannaþágu. Hvaða með einkarekna fjölmiðla, eru þeir ekki fjölmiðlar í almannaþágu líka? Hér er ákvæði sem felur í sér að Ríkisútvarpið fái sjálfkrafa hækkanir eftir verðbólgu og fólksfjölda í landinu, þá hækki útgjöldin til Ríkisútvarpsins. Við erum með 69. gr. almannatryggingalaga og á hverju einasta ári er hún ekki virt. En við þurfum alltaf að fara eftir lögum um Ríkisútvarpið og þetta ákvæði um Ríkisútvarpið, þessar tekjur sem það fær úr ríkissjóði og er líka á auglýsingamarkaði, skerðir tjáningarfrelsi í landinu, svo einfalt er það. Það er brot á 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og núna hefur ein sjálfstæð útvarpsstöð, talmálsstöð, kært íslenska ríkið til ESA. Það verður fróðlegt að sjá hvað ESA gerir þá. — Ég segi já.