Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Eins og fram er komið er hér um að ræða tillögu sem er efnislega algerlega samhljóða því sem við höfum boðað í ríkisstjórninni. Og þó að það sé almennt freistandi að fella tillögur stjórnarandstöðunnar [Hlátur í þingsal.] svona prinsippsins vegna, þá verðum við að halda aftur af okkur vegna þess að með því værum við að skjóta okkur í fótinn [Hlátur í þingsal.] þar sem tillagan gæti ekki komið aftur til afgreiðslu á þinginu. Það er nú bara vonandi hægt að skapa góða stemningu hér í þingsal með því að styðja þessa tillögu stjórnarandstöðunnar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)