Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:38]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir að koma hingað upp og lýsa atriðið sem við Píratar höfum einmitt gagnrýnt mjög harðlega hér í þessu þingi. Það er að það sé prinsippmál að fella allar tillögur stjórnarandstöðunnar burt séð frá því hvort þær séu góðar eða vondar. Nú hefur ríkisstjórnin ekki val um annað vilji hún framkvæma vilja sinn sem er í samræmi við vilja stjórnarandstöðunnar og því neyðist hún til að samþykkja tillögu frá stjórnarandstöðunni. Þetta er ekki sérlega lýðræðisleg vinnubrögð né heiðarleg en það er gott að þetta hafi komið fram svona skýrt í ræðustóli Alþingis.