153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:39]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Já, ég fagna því að sjálfsögðu að ríkisstjórnin hafi tekið undir með stjórnarandstöðunni vegna þess að hún á ansi margar góðar hugmyndir og það væri mjög gott ef þær væru stundum samþykktar — oftar, skulum við segja. Hitt er svo annað mál að ég myndi gjarnan vilja að við þyrftum ekki að borga vaxtabætur. Ég tel að það væri réttara að bankarnir myndu bara hreinlega þurfa að lækka vextina sína frekar en að við þyrftum að koma og bæta þeim það upp. En eins og staðan er nú þurfa heimilin virkilega á þessu að halda þannig að ég fagna því að þessi tillaga muni ganga í gegn.