Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:53]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Þessi tillaga er bara skandall að mínu mati og alger eftiráskýring frá því að við heyrðum sjávarútvegsráðherra í haust berja sér á brjóst yfir því að hækka gjöld á fiskeldisfyrirtæki. Hvað gerðist í millitíðinni? Jú, þættinum barst bréf, ríkisstjórninni barst bréf frá SFS. Og hvað er gert? Alveg eins og það er prinsipp hjá ríkisstjórninni að fella allar tillögur frá stjórnarandstöðunni þá er það algert prinsipp hjá ríkisstjórninni að samþykkja allar tillögur sem koma frá SFS. Þess vegna erum við að greiða atkvæði um þessa tillögu hér. Tærari verði birtingarmynd sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarflokkanna ekki en í þessari tillögu. Þetta er ekki bara vond pólitík, þetta er óábyrg pólitík þegar við erum að afgreiða fjárlög með 119 milljarða halla. Þetta er tillaga sem ýtir enn og aftur undir verðbólgu og fleira. En fyrst og fremst er þetta þessi tæra birtingarmynd sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarflokkanna. Alltaf skal sagt já við tillögu sem kemur frá SFS. Ég segi nei við þessari tillögu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)