Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:59]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Bankaskatturinn er smánarlega lágur eins og hann er í dag. 0,376% — það væri innan við 0,4% sem bankarnir myndu greiða. Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurn sem efnahags- og viðskiptanefnd sendi þá segir þar að ef skattprósentan væri hækkuð úr 0,145%, sem hún er í dag, í 0,376, í það sem hún var áður, myndum við fá 15,3 milljarða í bankaskatt í stað þess að fá bara 5,9 milljarða í dag. Ég blæs á þær hugmyndir að það sé verið að verja neytendur fyrir hækkunum vegna þess að bankarnir hafa ekki nýtt lækkunina til til lækkunar á neinum gjöldum. Þeir eru með vexti í hæstu hæðum og eru ekkert að velta því fyrir sér og þjónustugjöld eru dropi í hafið við hliðina á því. Þannig að við ættum að sjálfsögðu að hækka þennan skatt vegna þess að einhverjir eru aflögufærir í þessu þjóðfélagi þá eru það bankarnir.