Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[14:08]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Lífið snýst ekki bara um franskar, sagði hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson í gær. En fyrir sum okkar skipta franskar kartöflur máli og þá ætla ég að vitna sérstaklega í hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttur. [Hlátur í þingsal.] Og þó að þessi litla breytingartillaga muni ekki valda straumhvörfum hér þá skiptir máli að höggva í þau háu gjöld sem hér eru á mörgum vörum. Hér hefur verið talað um Íslandsmet í tollheimtu og ég fagna því að hér sé stigið lítið skref þó í átt að hagstæðara verði fyrir Íslendinga. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir framtakið. Ég styð málið heils hugar, segi já. Og ef svo skemmtilega vill til að hér í þingsalnum sé þingmaður sem rekur kannski eina svona hamborgarabúllu þá má búast við því að sá hinn sami muni gleðjast sérstaklega yfir þessari tillögu.