Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[14:10]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Já, Viðreisn er mjög sátt við þetta hænuskref sem er tekið, vitandi það, horfandi yfir hópinn, að það eru margir sem neyta og njóta þessara huggulegheita sem franskar kartöflur eru, hvort sem þær eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu. Ég get ekki látið hjá líða að nefna Evrópu líka. En auðvitað er þetta mikilvægt skref þótt þetta sé hænuskref. Þess vegna segi ég já við þessari ágætu tillögu þó að ég hefði gjarnan viljað sjá minni feimni við það að standa vörð um rétt neytenda. En ég segi já við þessu máli.