Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:53]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vildi bara vekja athygli á því að við erum hér að upplifa sögulega stund. Hópur þingmanna er að fara að setja Íslandsmet, og ekki bara eitt heldur nokkur, í ríkisútgjöldum; Íslandsmet í stærð báknsins; Íslandsmet í aukningu ríkisútgjalda milli ára, hvort sem það er í krónutölu eða hlutfallslega, og Íslandsmet í áformum um áframhaldandi hallarekstur ríkissjóðs. Þetta eru a.m.k. fimm Íslandsmet á einu bretti, herra forseti. Ég beini því til hæstv. forseta hvort hann vilji ekki velta því fyrir sér að marka þessi tímamót með einhverjum hætti að atkvæðagreiðslunni lokinni eða í kvöld með meiri hlutanum.