Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:58]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hæstv. fjármálaráðherra talaði hér um að það ætti að horfa á það hver árangurinn er. Árangurinn í ár, ef við horfum á skuldir og halla, er 119 milljarða kr. halli. Það er stefnt að því, það er beinlínis markmið ríkisstjórnarinnar, að skila halla út árið 2027, í níu ár samfleytt. Þetta raskar ekki ró Sjálfstæðismanna. Það er sjálfstætt athugunarefni. Á sama tíma og þetta er niðurstaðan varðandi halla og útgjöld horfum þá á innviðina. Það vantar lykilsvör í þetta frumvarp varðandi heilbrigðiskerfið — ekkert fjármagn. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti það margsinnis við fjárlaganefnd, það er ekki fjármagn til að semja við sérgreinalækna, sjúkraþjálfara. Hér væri hægt að halda áfram að telja upp. Afleiðingin af því er tvískipt heilbrigðiskerfi. Það er nú öll velferðaráherslan til viðbótar því að sitja hjá, að neita að sinna hlutverki sínu við að takast á við verðbólguna. Þetta er árangurinn.