Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:04]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér eru stjórnarliðar að styðja það að minnka tekjumöguleika ríkissjóðs um nærri hálfan milljarð. Þetta hefur þær afleiðingar að tekjur í fiskeldissjóði eru líka lækkaðar um 200 milljónir sem leiðir til minni tekjumöguleika sveitarfélaga. Ég vil bara vekja athygli þingheims á þeim afleiðingum sem þetta veldur um allt kerfið. Sveitarfélögin eru ekki ofalin í dag og það er verið að minnka möguleikana á þessari tekjuöflun — þetta er hálfur milljarður, næstum því.