Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:12]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við í Samfylkingunni greiðum atkvæði með þessari tillögu, þrátt fyrir að hún sé veruleg vonbrigði. Þetta er a.m.k. skref í rétta átt og við erum ánægð með að okkur í minni hlutanum og fólki í öðrum flokkum og í verkalýðshreyfingunni hafi tekist að þrýsta á aðgerðir í aðdraganda kjarasamninga. Ég ítreka hins vegar það sem ég sagði í upphafi þessarar atkvæðagreiðslu að svona eigum við ekki að reka kerfin okkar. Við eigum ekki að vera að komin á þann stað í barnabótum að við séum langt, langt frá sögulegu meðaltali þegar kemur að greiðslum til fjölskyldna í landinu og þessi viðbót gerir það eitt að bæta við verðbólguáhrifin sem við erum að sjá núna á milli ára. Höfum það í huga, þessar 600 millj. kr. sem ríkisstjórnin er að bæta við koma í veg fyrir að í raun verði rýrnun á barnabótakerfinu milli ára. Þetta verður að koma fram því opinber umfjöllun um málið hefur verið mjög villandi. En við í Samfylkingunni segjum já.