Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

Vísinda- og nýsköpunarráð.

188. mál
[15:10]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil eingöngu nota tækifærið til að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd góða vinnu í þessu máli sem á sér langan aðdraganda, hefur áður verið flutt á þingi, tekið tillit til umræðu og umsagna sem þá komu. Ég vonast því til þess að þetta mál marki jákvæðar breytingar í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki fyrir íslenskt samfélag, vísindi og nýsköpun. Ég veit líka að með þeim breytingum sem við erum að samþykkja hér, og erum sammála um í dag, mun umræðan um þessi mál verða meira áberandi á þingi því að hér verður gefin skýrsla um þennan málaflokk með reglulegum hætti. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt til að opna umræðuna um vísindi og nýsköpunarmál hér á Alþingi Íslendinga. Ég segi náttúrlega já.