Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:40]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um frumvarp sem ég styð, frumvarp um breytingu á húsaleigulögum, og ég ítreka það hér að því er ætlað að vera fyrsta skrefið í endurskoðun húsaleigulaga á kjörtímabilinu með það fyrir augum að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda með traustri lagaumgjörð. En ég kem líka hér til að óska eftir því að draga til baka breytingartillögu meiri hluta, 4. tölulið á þskj. 859, varðandi afmörkun á tíma kærufrests og boða um leið að ég hyggst leggja fram breytingartillögu varðandi kærufrestinn við 3. umr.