Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það kom fram ákveðið sjónarmið varðandi persónuvernd og gagnsæi í umfjöllun þessa máls þar sem þinglýsing á ákveðnum húsum eða ákveðnu húsnæði gæti gefið beinar upplýsingar um heilsufarsaðstæður þeirra sem leigja það. Það er ekki eitthvað sem á að geta gerst en að sama skapi getur skráningarleysi slíkra íbúða einnig gefið sömu upplýsingar, þ.e. göt í upplýsingunum, að fólk viti að á ákveðnum stað er leiguhúsnæði en þar er enginn þinglýstur leigusamningur, það getur gefið nákvæmlega sömu upplýsingar og ef þar væri þinglýstur samningur. Ég gerði þær ábendingar að þetta væri atriði sem þyrfti að huga að til að gefa ákveðið nafnleysi í hverfi t.d., til þess að passa upp á það að gagnsæisvinkillinn sem er núna aðgengilegur í gegnum þinglýsingar, en kannski með of miklum upplýsingum varðandi persónuvernd, sé tryggður.