Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:54]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegur forseti. Með þessari breytingartillögu er verið að þrengja ákvæði um hverjir þurfi að skrá leigusamninga og að það verði bara bundið við stóra leigusala eins og leigufélögin. Ég skil ekki tilganginn með því. Af hverju í ósköpunum á ekki að skrá alla leigusamninga? Þetta ákvæði missir algjörlega marks ef verið er að undanskilja stóran hluta leigumarkaðarins og ýtir hreinlega undir svarta starfsemi og þá um leið væntanlega skattsvik. Það þarf að koma böndum á allan leigumarkaðinn, ekki bara hluta hans. Þess vegna segjum við í Flokki fólksins nei við þessari breytingartillögu.