Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[16:04]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Hér gefum við stjórnarflokkunum tækifæri til að klóra aðeins í bakkann og sýna vilja í verki, að reyna að koma böndum á þetta brjálæði á leigumarkaði þótt ekki væri nema á komandi ári. Þetta er bráðabirgðaákvæði sem felur það í sér að leiguna megi eigi hækka meira en um 4% á árinu 2023. Við erum að miða hér við efri vikmörk Seðlabankans hvað varðar verðbólgu. Þetta mun hafa í rauninni þau áhrif út í kerfið okkar að draga úr þenslu og um leið væri þetta ágætistæki til þess einmitt að vinna gegn verðbólgunni, svo ég tali nú ekki um gæskuna sem það sýndi leigutökum sem eru gjörsamlega, margir hverjir, að sligast undan þeim álögum sem á þau eru lögð af leigusölum sem í rauninni svífast einskis hér í ótrúlegri græðgi, maður hefur varla séð annað eins. Ég segi já.