Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

dagskrártillaga.

[13:37]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um að ræða mál sem hefur í nokkur ár verið til umfjöllunar og hefur síðan í haust farið í gegnum gríðarlega vandaða vinnu af hálfu þingsins þar sem ýmsum sjónarmiðum hefur til að mynda verið mætt. Það er ekkert nýtt í því að minni hluti vilji gjarnan vera í meiri hluta, en það er ekki svo. Og mér þykir vont að sjá að þeir sem alla jafna hafa talað um gildi og mikilvægi lýðræðis vilji samt hafa það að engu þegar það hentar og vilji hér í staðinn trekk í trekk taka þingið og dagskrá þess í gíslingu bara af því að það hentar þeim í staðinn fyrir að málið fái að fara í sinn lýðræðislega farveg þar sem fólki gefst kostur á að segja skoðun sína á málinu og greiða atkvæði eftir sinni sannfæringu eins og reglur kveða á um. Ég mun því ekki samþykkja þessa tillögu. Mér þykir líka vont að sjá sýndarmennsku þess efnis þar sem allir hér inni vita að það er hægt að fjalla um mörg mikilvæg mál í einu hér á Alþingi.