Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[16:38]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er í sjálfu sér engu við þetta að bæta. Afstaða hv. þingmanna mun að sjálfsögðu liggja fyrir í atkvæðagreiðslum um þetta mál þegar þar að kemur. Hún verður þá skrásett og liggur fyrir. Við skulum kannski reyna að lifa í voninni um að einhverrar afstöðubreytingar sé að vænta en ég held að sú von sé samt veik. En það að reyna að rugla umræðuna hér í 2. umr. um þetta frumvarp með einhverju útspili sem ekki fer fram hér í þessu húsi eða með breytingartillögu sem ekki kemur fram, það breytir í rauninni engu.