Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[16:43]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Við höfum undirgengist það að taka á móti öllum þeim sem vilja koma hingað frá Úkraínu. Það eru milljónir Úkraínumanna búnar að yfirgefa landið sitt. Þeir gætu allir hafa komið hingað Og hvað ætlum við að gera? Það búa 500 milljónir manna á Evrópska efnahagssvæðinu og eiga allir rétt á að koma hingað. Og hvað ætlum við að segja? Ætlum við að loka landinu okkar? Menn tala gegn því sem þeir hafa sjálfir undirgengist. Ég skil ekki pólitíkina í þessu, þegar verið er að tala um að við ráðum ekki við þetta, á annan hátt en þann að þar búi að baki eitthvert útlendingahatur, eða kannski frekar andúð. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að það gæti orðið minnkandi hagvöxtur á næstu tveimur árum (Forseti hringir.) vegna skorts á vinnuafli. Erum við þá ekki á réttri leið (Forseti hringir.) með því að reyna að fá alla þá til landsins sem vilja koma hingað og taka þátt í að byggja þetta samfélag upp?