Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 55. fundur,  25. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[18:12]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er eins gott að við eigum hér orðastað til að skýra það sem gæti misskilist. Hv. þingmaður talar um að hún telji að okkur beri að fylgja lögum sem við höfum sett. Þó að ég sé sammála því, að sjálfsögðu, þá tel ég það líka vera svo að við eigum að breyta lögum eftir þörfum eins og við gerum hérna bara „ dags dagligt“ afsakaðu, frú forseti, í gegnum lögformlegt og lýðræðislegt ferli. Við breytum lögum eftir því sem aðstæður breytast eins og þær hafa sannarlega gert frá því að núgildandi útlendingalöggjöf tók gildi. Að mínu mati er það kannski ekki þessi málsgrein sem hefur verið klifað á í ræðustól um að okkur beri að fara eftir lögum — svar mitt við því myndi vera að ég tel að við eigum að breyta lögum eftir því sem okkur þykir þurfa og hugur meiri hluta þingsins stendur til að breyta þessum lögum. Það er nú bara löggjöfin sem við búum við.