Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

aðgerðir gegn verðbólgu.

[13:45]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég er algjörlega meðvitaður um hlutverk Seðlabankans en það er a.m.k. hægt að gera þá kröfu að hæstv. ríkisstjórn geri ekki Seðlabankanum erfiðara fyrir í sínu verkefni. Ég bendi á það að meginaðgerðir sem tengdust fjárlögum, m.a. gjaldskrárhækkanir og gjaldahækkanir, hafa gert að engu þær hóflegu launahækkanir sem gerðar hafa verið á almennum markaði og hafa miklu frekar leikið hlutverk í því að halda niðri verðbólgu í landinu. Og ég spyr í framhaldi af þessu: Af hverju er verið að fresta breytingum á fjármagnstekjum sem hefðu gefið sveitarfélögum hluta af útsvarinu, sem hefðu minnkað þrýstinginn á sveitarfélögin að hækka sínar gjaldskrár líka? Hvar er ábyrgð ríkisstjórnarinnar hérna? Er hún svo deig í sínum viðbrögðum við fjármálaöflunum í landinu að hún þori ekki að ráðast í aðgerðir á aðra en almenning?