Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins.

[13:54]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Það er auðvitað ekki þannig að það sé tekið eitthvert kaffispjall um slíkar ákvarðanir. Það var stokkur áætlaður, það eru stokkar á nokkrum öðrum stöðum. Það er enn verið að skoða jafnvel frekari útfærslur á alls konar hlutum enda til langs tíma áætlað þetta verkefni. Sáttmálinn sem slíkur lagði grunninn, samþykktin um betri samgöngur býr síðan til farveginn til að taka þær ákvarðanir. Það liggur auðvitað í augum uppi ef það er sú staðreynd að verkefnin stækka umtalsvert, sem ég tel mjög líklegt að verði, að það þurfi að taka þá umræðu, bæði hér í þinginu og víðar áður en við leggjum af stað í þær. En það er einfaldlega verið að undirbúa þetta verkefni alveg eins og skrifað var út í samgöngusáttmálanum og Betri samgöngur fengu vilyrði þingsins til þess að framkvæma.(Gripið fram í.) Það er bara ekki komin svo langt.