Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 57. fundur,  31. jan. 2023.

Suðurnesjalína 2.

[14:00]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég er sammála hv. þingmanni að það er aðkallandi að fá lausn í þetta mál, enda er tímalínan löng. Hv. þingmaður spurði hvaða viðræður hafi farið fram. Mér er ekki kunnugt um upplýsingar um það en tímalínan er allt frá árinu 2008 þegar samkomulag Landsnets og sveitarfélagsins Voga vegna lagningar háspennulína um sveitarfélagið Voga þar sem sveitarfélagið heimilaði lagningu loftlínu með fyrirvara um niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum — og það er slíkt í aðalskipulaginu. Ágreiningurinn snýst þá um framkvæmdaleyfi. Ég trúi ekki öðru en að menn horfist í augu við þá þjóðhagslegu hagsmuni sem augljósir eru á Suðurnesjum vegna þess veikleika sem það er augljóslega að hafa bara eina línu þarna suður eftir og sunnan til hins kerfisins og tengja þau betur saman.

Varðandi hugsanlega sérlagasetningu hér í þinginu þá hlýtur það að verða neyðarbrauð og við trúum því að aðilar komi sér saman löngu fyrr.