Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

greinargerð ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:03]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þrátt fyrir þessar skýringar þá skilst mér að málið sé þannig að mikill meiri hluti forsætisnefndar vilji birta þetta, en reglur þingsins séu með þeim hætti að jafnvel þó að svo sé þá hafi forseti einhvers konar neitunarvald. Nú er það þannig að þessar reglur hafa væntanlega verið búnar til af dauðlegu fólki og þeim er hægt að breyta. Mig langar bara að varpa því upp hvort þingheimi finnist það almennt vera eðlilegt að einn einstaklingur í miklum minni hluta, jafnvel þótt forseti sé, geti notað neitunarvald í slíku tilviki. Ég hvet þingið til að velta því fyrir sér og breyta bara reglunum í kjölfarið.