Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

greinargerð ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti rakti hérna þessi andstæðu sjónarmið sem við erum búin að fá lögfræðiálit á að standast ekki, þ.e. annað álitið stenst ekki, um að þetta séu einhvers konar einkahagsmunir fólks sem ekki megi birta. Staðreyndin er sú að þetta snýst um sölu á eignum sem er þinglýst, það er aðgengilegt ef fólk fer inn og nær að pikka út alla samningana og gæti tekið þetta saman sjálft. Það er hins vegar rosalega mikil vinna. Það er ekkert þarna sem annars er leynilegt. Það er ekkert í skýrslunni, sem við fengum frá óháðum lögfræðingi, sem krefst þess að það beri að útmá neinar persónuupplýsingar neins staðar, eðlilega ekki. Eins og ég segi þá liggja í rauninni þarna undir bara þinglýstir samningar þannig að það er alveg fáránlegt að því sé enn haldið á lofti að það séu einhver andstæð sjónarmið í þessu máli. Þau eru ekki til staðar.