153. löggjafarþing — 58. fundur,  1. feb. 2023.

lengd þingfundar.

[15:29]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Já, það er opin mælendaskrá í 3. umr. en það mjög takmarkað opin mælendaskrá í 3. umr. og því ekki leið til þess að koma öllum sjónarmiðum á framfæri. En mig langaði að bregðast við orðum hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur sem segist vera tilbúin að vera hér á kvöldfundum og næturfundum og lengdum fundum og ýmislegt annað; hvernig væri þá að hv. þingmenn tækju þátt í umræðunni, væru hér í þingsal en væru ekki bara einhvers staðar úti í bæ að taka Instagram-myndir af sjálfum sér og öðrum? Hvernig væri það að hér væri lýðræðisleg, efnisleg umræða? Nei, þið eruð meira að segja hrædd við það. (BjarnB: Við ætlum að lengja fundinn.)— Vertu þá hérna með okkur hæstv. ráðherra, eins og við höfum beðið um aðrir kollegar þínir séu, ef þú ætlar að vera á lengdum fundum. Komdu hérna inn, endilega. Vertu með. Við skulum hlusta á þín rök rétt eins og við viljum hlusta á rök annarra ráðherra.