153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:40]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur. Nú sitjum við báðar í hv. allsherjar- og menntamálanefnd og það hefur aldrei verið á þetta minnst, ekki einu orði. Þetta kemur mjög á óvart. Hæstv. dómsmálaráðherra hefur haldið því fram hér í umræðum að ástandið í útlendingamálum sé stjórnlaust. Ég held að þetta sé bara enn eitt dæmið um stjórnleysi. Hæstv. dómsmálaráðherra tekur hverja ákvörðunina á fætur annarri sem hefur afdrifarík áhrif inn í samfélagið án þess að minnast á það við nokkurn mann. Ef það er eitthvað sem er stjórnlaust í þessu samfélagi þá er það hæstv. dómsmálaráðherra.