153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:44]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Það virðist vera algengt þema hjá hæstv. dómsmálaráðherra að tilkynna þinginu stórar og mikilvægar ákvarðanir sem varða öryggi borgara í fréttum. Ég þarf ekkert að minnast á tilkynningu um ákvörðun hæstv. dómsmálaráðherra um að rafvopnavæða lögregluna, það birtist bara í fréttum, ekkert samtal átti sér stað hér á þinginu. Það sama á við varðandi þetta.

Eins og komið hefur fram í máli hv. þingmanna sem hér hafa talað á undan mér varðar þetta mál öryggi borgaranna og þetta er þjóðaröryggismál. Mér finnst rosalega furðulegt að hæstv. dómsmálaráðherra fái að taka svona stórar og afdrifaríkar og mikilvægar ákvarðanir án aðkomu þingsins.