153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins.

[11:19]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég hef svo sem ekki lagt í neina sérstaka rannsókn á því máli sem hefur verið á borði forsætisnefndar. Ég horfi hins vegar þannig á að þegar Ríkisendurskoðun er falið að skoða tiltekin málefni þá geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. Sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli. Það sem vísað er til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhvers konar skjal, sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð, (Gripið fram í.) og getur ekki hafa verið endanleg niðurstaða í málinu.

Fyrir Alþingi, sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann, hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu um málið til þingsins.