Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

frumvarp til útlendingalaga.

[11:40]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og fyrir að útskýra fyrir mér hvernig ríkisstjórnarsamstarf virkar og hvernig málum er háttað innan ríkisstjórnarinnar. En ég vil spyrja enn fremur hvers vegna ráðherrann telur sér fært að fullyrða þvert á umsagnir Barnaheilla og UNICEF að frumvarpið komi ekki til með að brjóta á réttindum barna. Ég vænti þess að hæstv. ráðherra hafi lesið umsagnirnar sem um ræðir ítarlega, þetta er jú málefnasvið ráðuneytis mennta- og barnamála og eins og hæstv. ráðherra útskýrði sjálfur þá hefur þetta farið í gegnum ríkisstjórnina og verið tekin meðvituð ákvörðun um að hleypa málinu í þingsal. Því spyr ég: Getur ráðherra upplýst okkur um það á hvaða forsendum hann sér sér fært að afgreiða athugasemdir UNICEF og Barnaheilla, á hvaða grundvelli, í krafti hvaða röksemdafærslu gerir ráðherra það? Telur hann að þessum stofnunum sé ekki treystandi til að fara með rétt mál?