Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 59. fundur,  2. feb. 2023.

útlendingar.

382. mál
[13:14]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Eins og kom fram hjá hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni þá væri eðlilegast að þetta samtal ætti sér stað í nefnd vegna þess að þetta mál er vanreifað. Það er ekki tilbúið að fara í 2. umr. Þess vegna höfum við þrábeðið, ítrekað lagt til að umræðu sé frestað hér og nú og málinu vísað til nefndar þar sem hægt er að skoða það betur. Eitt af því sem þarf að skoða er að fá ráðuneyti barnamála á fund nefndarinnar til að fara yfir þau álitaefni sem hér er um að ræða, til að fara yfir það hvort sé ásættanlegt með hliðsjón af barnasáttmálanum að skerða réttindi barna á flótta, sem er það sem er lagt til í þessu frumvarpi. En vegna þess að forseti hefur lagst gegn því, vegna þess að formaður allsherjar- og menntamálanefndar hefur lagst gegn því til þessa, þá eigum við engan kost annan en að biðja um ráðherra málaflokksins í þetta samtal hér í þingsal. (Forseti hringir.) Þess vegna er mjög nauðsynlegt að fá að vita hvort hann ætli að koma. Hann skal þá bara vera maður að segja að hann ætli ekki að koma ef það er planið og ef hann ætlar að koma, hvenær hann ætli að koma.